Maður vill vera að bæta sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2014 00:01 Birgir Leifur „Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira