Opnar sýningu um afa sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2014 10:30 Þorgerður Þórhallsdóttir "Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt.“ Vísir/GVA Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira