Hjóluðu á Sónar frá Berlín til Barcelona Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 12:00 Þrátt fyrir nokkur óhöpp á leiðinni komust þeir Helgi Ragnar og Rafn á leiðarenda. „Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum. Sónar Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum.
Sónar Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira