Ræðum óttann Árni Páll Árnason skrifar 6. júní 2014 07:00 Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun