Allir Íslendingar kannast við söguna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. júní 2014 13:00 Andrea Ösp: „Ekki pólitísk ádeila á það sem gerðist heldur nútíma víkingasaga.“ Vísir/Andri Marinó Sýningin heitir Saga og leikhópurinn, sem heitir Wakka Wakka Productions, er frá New York og Noregi,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir, einn meðlimur leikhópsins sem sýnir brúðuleikhússýningu fyrir fullorðna í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld og annað kvöld. „Sýningin var frumsýnd í New York síðasta haust og hlaut Drama Desk-verðlaunin þar. Síðan erum við búin að túra um allan Noreg og erum loks komin hingað til Íslands á Listahátíð.“ Í Sögu flytja þrjátíu brúður, allt frá tíu sentimetrum til þriggja metra á hæð, Íslendingasögu úr nútímanum: Sögu Gunnars Oddmundssonar sem lenti illa í efnahagshruninu árið 2008 og dreymir um réttlæti. „Sagan gerist á Íslandi fyrir og eftir hrun,“ útskýrir Andrea. „Hún er samt ekki pólitísk ádeila á það sem gerðist heldur nútíma víkingasaga um hann Gunnar og fjölskyldu hans sem lendir í alls kyns hremmingum.“Wakka Wakka Brúðurnar í sýningunni eru allt frá nokkrum sentimetrum á hæð upp í þrjá metra.Sýningin er alls ekki við hæfi barna, var bönnuð innan sextán ára í New York, en Andrea gengur út frá því að Íslendingar séu frjálslyndari en Bandaríkjamenn. „Það er ein löng og gróf kynlífssena sem fór fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum en í Noregi kom fólk með unglinga alveg niður í tólf ára til að sjá hana, það er bara á ábyrgð foreldranna. Ég myndi hins vegar telja að hún væri við hæfi fólks frá fjórtán ára aldri.“ Handritið var samið í hópvinnu út frá hugmynd tveggja meðlima hópsins og Andrea segir að hugmyndin um íslenska efniviðinn sé alls ekki frá henni komin. „Við vorum sex manns í rannsóknarvinnu á eyju í Noregi í nokkrar vikur við vinnslu handritsins. Horfðum á heimildarmyndir og sjónvarpsþætti, lásum allt frá Egilssögu til nútímabókmennta um hrunið og síðan auðvitað heilt tonn af fréttum frá þessum tíma. Charlotte Böving tók líka viðtöl við marga Íslendinga sem lentu illa í hruninu og við horfðum á þau viðtöl, skrifuðum þau upp og bjuggum síðan til þennan eina karakter upp úr öllum þessum gögnum. Hann á sér sem sagt ekki neina eina fyrirmynd en það munu allir Íslendingar kannast við ýmislegt í sögu hans.“ Sýningarnar á Íslandi verða aðeins þessar tvær en síðan heldur hópurinn aftur til Noregs þar sem Saga verður sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð. „Svo er búið að bjóða okkur til Slóveníu og Króatíu í september,“ segir Andrea. „Og síðan eigum við boð um að koma til Englands og Skotlands á næsta ári. Ýmislegt annað er í spilunum sem ekki er búið að negla niður en það er allavega ljóst að dagar Sögu eru engan veginn taldir.“ Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin heitir Saga og leikhópurinn, sem heitir Wakka Wakka Productions, er frá New York og Noregi,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir, einn meðlimur leikhópsins sem sýnir brúðuleikhússýningu fyrir fullorðna í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld og annað kvöld. „Sýningin var frumsýnd í New York síðasta haust og hlaut Drama Desk-verðlaunin þar. Síðan erum við búin að túra um allan Noreg og erum loks komin hingað til Íslands á Listahátíð.“ Í Sögu flytja þrjátíu brúður, allt frá tíu sentimetrum til þriggja metra á hæð, Íslendingasögu úr nútímanum: Sögu Gunnars Oddmundssonar sem lenti illa í efnahagshruninu árið 2008 og dreymir um réttlæti. „Sagan gerist á Íslandi fyrir og eftir hrun,“ útskýrir Andrea. „Hún er samt ekki pólitísk ádeila á það sem gerðist heldur nútíma víkingasaga um hann Gunnar og fjölskyldu hans sem lendir í alls kyns hremmingum.“Wakka Wakka Brúðurnar í sýningunni eru allt frá nokkrum sentimetrum á hæð upp í þrjá metra.Sýningin er alls ekki við hæfi barna, var bönnuð innan sextán ára í New York, en Andrea gengur út frá því að Íslendingar séu frjálslyndari en Bandaríkjamenn. „Það er ein löng og gróf kynlífssena sem fór fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum en í Noregi kom fólk með unglinga alveg niður í tólf ára til að sjá hana, það er bara á ábyrgð foreldranna. Ég myndi hins vegar telja að hún væri við hæfi fólks frá fjórtán ára aldri.“ Handritið var samið í hópvinnu út frá hugmynd tveggja meðlima hópsins og Andrea segir að hugmyndin um íslenska efniviðinn sé alls ekki frá henni komin. „Við vorum sex manns í rannsóknarvinnu á eyju í Noregi í nokkrar vikur við vinnslu handritsins. Horfðum á heimildarmyndir og sjónvarpsþætti, lásum allt frá Egilssögu til nútímabókmennta um hrunið og síðan auðvitað heilt tonn af fréttum frá þessum tíma. Charlotte Böving tók líka viðtöl við marga Íslendinga sem lentu illa í hruninu og við horfðum á þau viðtöl, skrifuðum þau upp og bjuggum síðan til þennan eina karakter upp úr öllum þessum gögnum. Hann á sér sem sagt ekki neina eina fyrirmynd en það munu allir Íslendingar kannast við ýmislegt í sögu hans.“ Sýningarnar á Íslandi verða aðeins þessar tvær en síðan heldur hópurinn aftur til Noregs þar sem Saga verður sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð. „Svo er búið að bjóða okkur til Slóveníu og Króatíu í september,“ segir Andrea. „Og síðan eigum við boð um að koma til Englands og Skotlands á næsta ári. Ýmislegt annað er í spilunum sem ekki er búið að negla niður en það er allavega ljóst að dagar Sögu eru engan veginn taldir.“
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira