Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Ef skoðanakannanir gefa rétta vísbendingu á Dögun í Reykjavík á brattann að sækja í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ljóst er þó að talsverður fjöldi íhugar að styðja okkur og á framboðsfundum þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna málstað okkar hefur fulltrúum Dögunar almennt verið mjög vel tekið. Það á til dæmis við um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem skipulagsmál brenna á íbúum. Undirritaður kom þar á framfæri þeirri stefnu Dögunar að íbúarnir eigi rétt á því að byggðin verði fullfrágengin á borð við önnur hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég áherslur okkar í þessu efni. Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli hafi verið vel sóttur jafnast fjöldinn ekki á við allt það fólk sem fær Fréttablaðið inn um lúguna á morgni hverjum. Sl. fimmtudag kynnti blaðið afstöðu oddvita framboðanna í Reykjavík til skipulagsmála í Úlfarsfelli – allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar í Reykjavík. Afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga. Ég get mér þess til, að Fréttablaðið réttlæti afstöðu sína með vísan til þess að Dögun í Reykjavík mælist enn lágt í skoðanakönnunum. Þar er þó um hálfsannleik að ræða því fréttamenn blaðsins hafa nánast aldrei gefið lesendum kost á að kynnast framboðinu og stefnumálum þess á síðum Fréttablaðsins! Að því er virðist hafa fulltrúar framboðsins verið kerfisbundið sniðgengnir í þessum ágæta fjölmiðli. Enn eru nokkrir dagar til kosninga og sagan kennir að fylgi getur hæglega flust til á skömmum tíma. Mér finnst mikilvægt að áherslur og baráttumál allra framboða fái sanngjarna og góða umfjöllun í útbreiddustu fjölmiðlum landsins – hvort sem um er að ræða afstöðu til leikskólamála, lýðræðismála, húsnæðismála, innflytjenda, flugvallarins, gjaldskrármála eða annars sem á kjósendum brennur. Kjósendur eiga rétt á því. Ef Dögun í Reykjavík er látin njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér að fullyrða að allt getur gerst. Því segi ég: Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Ef skoðanakannanir gefa rétta vísbendingu á Dögun í Reykjavík á brattann að sækja í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ljóst er þó að talsverður fjöldi íhugar að styðja okkur og á framboðsfundum þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna málstað okkar hefur fulltrúum Dögunar almennt verið mjög vel tekið. Það á til dæmis við um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem skipulagsmál brenna á íbúum. Undirritaður kom þar á framfæri þeirri stefnu Dögunar að íbúarnir eigi rétt á því að byggðin verði fullfrágengin á borð við önnur hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég áherslur okkar í þessu efni. Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli hafi verið vel sóttur jafnast fjöldinn ekki á við allt það fólk sem fær Fréttablaðið inn um lúguna á morgni hverjum. Sl. fimmtudag kynnti blaðið afstöðu oddvita framboðanna í Reykjavík til skipulagsmála í Úlfarsfelli – allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar í Reykjavík. Afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga. Ég get mér þess til, að Fréttablaðið réttlæti afstöðu sína með vísan til þess að Dögun í Reykjavík mælist enn lágt í skoðanakönnunum. Þar er þó um hálfsannleik að ræða því fréttamenn blaðsins hafa nánast aldrei gefið lesendum kost á að kynnast framboðinu og stefnumálum þess á síðum Fréttablaðsins! Að því er virðist hafa fulltrúar framboðsins verið kerfisbundið sniðgengnir í þessum ágæta fjölmiðli. Enn eru nokkrir dagar til kosninga og sagan kennir að fylgi getur hæglega flust til á skömmum tíma. Mér finnst mikilvægt að áherslur og baráttumál allra framboða fái sanngjarna og góða umfjöllun í útbreiddustu fjölmiðlum landsins – hvort sem um er að ræða afstöðu til leikskólamála, lýðræðismála, húsnæðismála, innflytjenda, flugvallarins, gjaldskrármála eða annars sem á kjósendum brennur. Kjósendur eiga rétt á því. Ef Dögun í Reykjavík er látin njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér að fullyrða að allt getur gerst. Því segi ég: Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík!
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar