Takk! Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2014 08:30 Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun