Oddvitar stefna ekki á þáttöku Reykjavíkur í fjármögnun Sundabrautar Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Hér má sjá hvernig Sundabraut gæti mögulega litið út verði hún lögð. Mynd/Sigurður Valur Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira