Meirihlutinn fellur í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2014 09:30 Hafnarfjörður hefur um langa hríð verið þriðja stærsta sveitarfélag landsins. Í byrjun árs voru íbúar Hafnarfjarðar 27.357 talsins og hafði fjölgað nokkuð á kjörtímabilinu. Fyrsti áratugur þessarar aldar einkenndist af örum vexti þar sem íbúafjöldinn hækkaði gífurlega allt fram að hruni bankakerfisins 2008. Samfylkingin hefur verið í meirihluta samfleytt í tólf ár. Frá 2002 til 2010 var flokkurinn með hreinan meirihluta en síðustu fjögur ár í samstarfi við vinstri græn.Meirihlutinn fallinn Meirihluti Samfylkingarinnar og VG er fallinn skv. könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn halda sínum manni í bæjarstjórn en samstarfsflokkurinn, Samfylkingin, tapar tveimur mönnum og mælist með þrjá menn inni. Eini flokkurinn í minnihluta á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkur, tapar einnig fylgi. Mælist nú með 28 prósenta fylgi og fjóra menn kjörna. Flokkurinn fékk 37 prósent greiddra atkvæða fyrir fjórum árum og fimm menn í bæjarstjórn. Björt framtíð og Píratar koma ný inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar verði þetta úrslit kosninga. Björt framtíð mælist með 16,6 prósent atkvæða sem nægir þeim til að ná inn tveimur mönnum í bæjarstjórn. Píratar mælast með 12,8 prósent og einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð geta með þessu myndað með sér starfhæfan tveggja flokka meirihluta verði þetta úrslit kosninga. Hinn möguleikinn er samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem verður að teljast ólíklegt.Meirihlutinn fellur í Hafnarfirði ef marka má skoðanakönnun FréttablaðsinsVÍSIR/GVAOpið bókhald Brynjar Guðnason, oddviti Pírata, segir höfuðverkefni stjórnmálanna vera að auka gegnsæi. „Píratar leggja höfuðáherslu á að opna stjórnsýsluna og tryggja aðgengi Hafnfirðinga að gögnum bæjarins. Mikilvægast er að opna bókhaldið, hverja einustu færslu. Það sýndi sig á kjörtímabilinu sem er að ljúka, að áhersla á opin gögn og opið bókhald hefði mátt vera til staðar.“ Brynjar telur að hugsanlega hafi það komið bænum í koll að gera ekki grein fyrir lánakjörum þegar bæjarsjóður var endurfjármagnaður. „Feluleikir varðandi lánasamninga eru gott dæmi um þetta. Þar að auki hafa rannsóknir AGS sýnt fram á að gagnsæi geti leitt til hagstæðari lánakjara. Í ljósi þessa má velta því upp hvort ekki hefðu getað fengist jafn góð eða betri lánakjör hefði bókhaldið verið opið.“ Húsnæðismál hjá Framsókn Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. „Framsókn í Hafnarfirði leggur mikla áherslu á að bregðast strax við niðurstöðu þjónustukönnunar Capacent Gallup frá því í nóvember 2013. Hafnarfjarðarbær var undir heildarmeðaltali sveitarfélaga á mörgum mikilvægum sviðum, t.d. þjónustu við barnafjölskyldur, leik- og grunnskóla og eldri borgara. Þar höfum við sett fram tillögur að úrbótum í stefnuskrá okkar.“ Ágúst Bjarni telur einnig að húsnæðismálin verði ofarlega í hugum kjósenda. „Það er einnig mikilvægt að taka á húsnæðisvandanum og getur sveitarfélagið liðkað til með margvíslegum hætti, t.d. með því að gefa afslátt af lóðum eða jafnvel úthlutað án endurgjalds ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Það getur meðal annars verið ákveðin stærð íbúða. Þetta eru allt mikilvæg skref í því verkefni að búa til fjölskylduvænt samfélag í Hafnarfirði, fá inn íbúa, auka þannig tekjur og greiða niður skuldir bæjarfélagsins.“Sólvangur festur í sessi Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, telur það skipta miklu máli að auka tekjur bæjarfélagsins. „Kosningarnar snúast um það hvernig við ætlum að byggja upp til framtíðar en að mati okkar sjálfstæðismanna hefur Hafnarfjörður haft alla burði til að verða fyrirmyndarsveitarfélag.“ „Það verður forgangsverkefni að leita nýrra leiða til að auka tekjur bæjarfélagsins, laða ný fyrirtæki til bæjarins og styðja við þau sem fyrir eru. Tryggja þarf framboð á lóðum fyrir hagkvæmar íbúðir jafnt til leigu og sölu og að hafið verði átak í viðhaldi eigna, fegrun og hreinsun bæjarins. Við viljum auka fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði skólanna og að gert verði átak í net- og tæknivæðingu innan þeirra. Sólvangur verði festur í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu í bænum og betur hugað að ólíkum þörfum eldri borgara og fatlaðra,“ segir Rósa.Hafnarfjörður.Hagur barnafjölskyldna Gunnar Axel Axelsson er oddviti Samfylkingarinnar. Hann telur að fjármálastjórn bæjarins sé agaðri og á réttri leið. „Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að fylgja eftir þeim jákvæða viðsnúningi sem hefur orðið í fjármálum bæjarins og setjum því áframhaldandi ábyrga og markvissa fjármálastjórn á oddinn.“ „Við leggjum mikla áherslu á húsnæðismálin og hag barnafjölskyldna í bænum. Við höfum oft sagt að húsnæðismálin séu stærsta velferðarmál samtímans, og það eru engar ýkjur, enda gríðarlega mikilvægt að í boði sé húsnæði sem er bæði öruggt og á viðráðanlegum kjörum. Við teljum líka að huga þurfi sérstaklega að stöðu barnafjölskyldna og draga úr þjónustugjaldabyrði þeirra, auka systkinaafslátt, hækka tekjuviðmið, setja þak á heildarþjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu og vinna markvisst að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.“Umboðsmaður bæjarbúa Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir bæjarstjóri er oddviti VG. Hún telur, eins og Gunnar, að fjármálin hafi lagast á kjörtímabilinu. „Við höfum verið í meirihluta í fjögur ár og hefur fjárhagur bæjarins stórbatnað á þeim tíma. Við höfum því þegar sýnt að við skilum árangri og viljum halda áfram á sömu braut.“ Guðrún Ágústa vill setja á laggirnar nýtt embætti sem er eins konar milliliður bæjar við íbúa. „Við leggjum áherslu á meiri þátttöku íbúa við fjárhagsáætlanagerð, að styrkja lýðræðið og stofna embætti umboðsmanns Hafnfirðinga. Umboðsmaður getur leiðbeint bæjarbúum ef þeir eru ósáttir við ákvarðanir teknar af bænum, gefið ráð og álit um meðferð mála. Við ætlum að stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum grunni og tryggja þannig fjölbreytta uppbyggingu húsnæðis fyrir alla.“Samstarf allra flokka Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar. Framboðið vill meiri samvinnu í hafnfirsk stjórnmál þar sem allir geti unnið þvert á flokka. „Björt framtíð í Hafnarfirði leggur megináherslu á breytt vinnubrögð í bæjarstjórn þannig að allir kjörnir fulltrúar vinni saman í þágu bæjarbúa. Að góðar hugmyndir nýtist, sama hver setur þær fram. Minni flokkadrætti og meiri yfirvegaða umræðu sem leiðir til ábyrgra ákvarðana. Við viljum þverpólitíska sátt um framtíðarstefnu byggðar, atvinnu- og mannlífs með virkri aðkomu bæjarbúa.“ Guðlaug telur einnig að Hafnarfjörður hafi allt til brunns að bera til að verða ákjósanlegur búsetukostur. „Björt framtíð vill að Hafnarfjörður sé skemmtilegur og lifandi bær þar sem gaman er að vera. Við viljum burðugt og fjölbreytt atvinnulíf sem grípur þau tækifæri sem nútíminn býður upp á og vel skipulagðan bæ sem styður við lýðheilsu og grænar samgöngur. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur um langa hríð verið þriðja stærsta sveitarfélag landsins. Í byrjun árs voru íbúar Hafnarfjarðar 27.357 talsins og hafði fjölgað nokkuð á kjörtímabilinu. Fyrsti áratugur þessarar aldar einkenndist af örum vexti þar sem íbúafjöldinn hækkaði gífurlega allt fram að hruni bankakerfisins 2008. Samfylkingin hefur verið í meirihluta samfleytt í tólf ár. Frá 2002 til 2010 var flokkurinn með hreinan meirihluta en síðustu fjögur ár í samstarfi við vinstri græn.Meirihlutinn fallinn Meirihluti Samfylkingarinnar og VG er fallinn skv. könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn halda sínum manni í bæjarstjórn en samstarfsflokkurinn, Samfylkingin, tapar tveimur mönnum og mælist með þrjá menn inni. Eini flokkurinn í minnihluta á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkur, tapar einnig fylgi. Mælist nú með 28 prósenta fylgi og fjóra menn kjörna. Flokkurinn fékk 37 prósent greiddra atkvæða fyrir fjórum árum og fimm menn í bæjarstjórn. Björt framtíð og Píratar koma ný inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar verði þetta úrslit kosninga. Björt framtíð mælist með 16,6 prósent atkvæða sem nægir þeim til að ná inn tveimur mönnum í bæjarstjórn. Píratar mælast með 12,8 prósent og einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð geta með þessu myndað með sér starfhæfan tveggja flokka meirihluta verði þetta úrslit kosninga. Hinn möguleikinn er samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem verður að teljast ólíklegt.Meirihlutinn fellur í Hafnarfirði ef marka má skoðanakönnun FréttablaðsinsVÍSIR/GVAOpið bókhald Brynjar Guðnason, oddviti Pírata, segir höfuðverkefni stjórnmálanna vera að auka gegnsæi. „Píratar leggja höfuðáherslu á að opna stjórnsýsluna og tryggja aðgengi Hafnfirðinga að gögnum bæjarins. Mikilvægast er að opna bókhaldið, hverja einustu færslu. Það sýndi sig á kjörtímabilinu sem er að ljúka, að áhersla á opin gögn og opið bókhald hefði mátt vera til staðar.“ Brynjar telur að hugsanlega hafi það komið bænum í koll að gera ekki grein fyrir lánakjörum þegar bæjarsjóður var endurfjármagnaður. „Feluleikir varðandi lánasamninga eru gott dæmi um þetta. Þar að auki hafa rannsóknir AGS sýnt fram á að gagnsæi geti leitt til hagstæðari lánakjara. Í ljósi þessa má velta því upp hvort ekki hefðu getað fengist jafn góð eða betri lánakjör hefði bókhaldið verið opið.“ Húsnæðismál hjá Framsókn Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. „Framsókn í Hafnarfirði leggur mikla áherslu á að bregðast strax við niðurstöðu þjónustukönnunar Capacent Gallup frá því í nóvember 2013. Hafnarfjarðarbær var undir heildarmeðaltali sveitarfélaga á mörgum mikilvægum sviðum, t.d. þjónustu við barnafjölskyldur, leik- og grunnskóla og eldri borgara. Þar höfum við sett fram tillögur að úrbótum í stefnuskrá okkar.“ Ágúst Bjarni telur einnig að húsnæðismálin verði ofarlega í hugum kjósenda. „Það er einnig mikilvægt að taka á húsnæðisvandanum og getur sveitarfélagið liðkað til með margvíslegum hætti, t.d. með því að gefa afslátt af lóðum eða jafnvel úthlutað án endurgjalds ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Það getur meðal annars verið ákveðin stærð íbúða. Þetta eru allt mikilvæg skref í því verkefni að búa til fjölskylduvænt samfélag í Hafnarfirði, fá inn íbúa, auka þannig tekjur og greiða niður skuldir bæjarfélagsins.“Sólvangur festur í sessi Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, telur það skipta miklu máli að auka tekjur bæjarfélagsins. „Kosningarnar snúast um það hvernig við ætlum að byggja upp til framtíðar en að mati okkar sjálfstæðismanna hefur Hafnarfjörður haft alla burði til að verða fyrirmyndarsveitarfélag.“ „Það verður forgangsverkefni að leita nýrra leiða til að auka tekjur bæjarfélagsins, laða ný fyrirtæki til bæjarins og styðja við þau sem fyrir eru. Tryggja þarf framboð á lóðum fyrir hagkvæmar íbúðir jafnt til leigu og sölu og að hafið verði átak í viðhaldi eigna, fegrun og hreinsun bæjarins. Við viljum auka fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði skólanna og að gert verði átak í net- og tæknivæðingu innan þeirra. Sólvangur verði festur í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu í bænum og betur hugað að ólíkum þörfum eldri borgara og fatlaðra,“ segir Rósa.Hafnarfjörður.Hagur barnafjölskyldna Gunnar Axel Axelsson er oddviti Samfylkingarinnar. Hann telur að fjármálastjórn bæjarins sé agaðri og á réttri leið. „Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að fylgja eftir þeim jákvæða viðsnúningi sem hefur orðið í fjármálum bæjarins og setjum því áframhaldandi ábyrga og markvissa fjármálastjórn á oddinn.“ „Við leggjum mikla áherslu á húsnæðismálin og hag barnafjölskyldna í bænum. Við höfum oft sagt að húsnæðismálin séu stærsta velferðarmál samtímans, og það eru engar ýkjur, enda gríðarlega mikilvægt að í boði sé húsnæði sem er bæði öruggt og á viðráðanlegum kjörum. Við teljum líka að huga þurfi sérstaklega að stöðu barnafjölskyldna og draga úr þjónustugjaldabyrði þeirra, auka systkinaafslátt, hækka tekjuviðmið, setja þak á heildarþjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu og vinna markvisst að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.“Umboðsmaður bæjarbúa Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir bæjarstjóri er oddviti VG. Hún telur, eins og Gunnar, að fjármálin hafi lagast á kjörtímabilinu. „Við höfum verið í meirihluta í fjögur ár og hefur fjárhagur bæjarins stórbatnað á þeim tíma. Við höfum því þegar sýnt að við skilum árangri og viljum halda áfram á sömu braut.“ Guðrún Ágústa vill setja á laggirnar nýtt embætti sem er eins konar milliliður bæjar við íbúa. „Við leggjum áherslu á meiri þátttöku íbúa við fjárhagsáætlanagerð, að styrkja lýðræðið og stofna embætti umboðsmanns Hafnfirðinga. Umboðsmaður getur leiðbeint bæjarbúum ef þeir eru ósáttir við ákvarðanir teknar af bænum, gefið ráð og álit um meðferð mála. Við ætlum að stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum grunni og tryggja þannig fjölbreytta uppbyggingu húsnæðis fyrir alla.“Samstarf allra flokka Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar. Framboðið vill meiri samvinnu í hafnfirsk stjórnmál þar sem allir geti unnið þvert á flokka. „Björt framtíð í Hafnarfirði leggur megináherslu á breytt vinnubrögð í bæjarstjórn þannig að allir kjörnir fulltrúar vinni saman í þágu bæjarbúa. Að góðar hugmyndir nýtist, sama hver setur þær fram. Minni flokkadrætti og meiri yfirvegaða umræðu sem leiðir til ábyrgra ákvarðana. Við viljum þverpólitíska sátt um framtíðarstefnu byggðar, atvinnu- og mannlífs með virkri aðkomu bæjarbúa.“ Guðlaug telur einnig að Hafnarfjörður hafi allt til brunns að bera til að verða ákjósanlegur búsetukostur. „Björt framtíð vill að Hafnarfjörður sé skemmtilegur og lifandi bær þar sem gaman er að vera. Við viljum burðugt og fjölbreytt atvinnulíf sem grípur þau tækifæri sem nútíminn býður upp á og vel skipulagðan bæ sem styður við lýðheilsu og grænar samgöngur.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent