Menning

Vinnustofa um þrívíða sköpun og tækni

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Embla Vigfúsdóttir "Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu á endanum heldur er þetta bara frábært fagfólk að vinna saman í vinnustofu.“
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Embla Vigfúsdóttir "Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu á endanum heldur er þetta bara frábært fagfólk að vinna saman í vinnustofu.“ Vísir/Vilhelm
Listahátíð er sett á fimmtudaginn og þá byrjum við að vinna í lifandi vinnustofu og verðum að vinna næstu tvær vikur,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður, sem er forsprakki og sýningarstjóri sýningarinnar Í þínar hendur – þrívíð sköpun og tækni sem hefst í Galleríi Sparki á morgun. „Fólk getur svo komið inn af götunni, gengið um og séð hvernig svona skapandi ferli verður til. Í lok hvers dags munum við síðan þrívíddarprenta það sem orðið hefur til þann daginn.“



Guðrún Lilja hefur sett saman þverfaglegt hönnunarteymi í hönnunargalleríinu Sparki við Klapparstíg. Þar verður unnið með þrívíða prentun og kannað hvaða möguleikar fylgja slíkri tækni. Að verkefninu standa Ólafur Ómarsson, vöruhönnuður og tölvunarfræðingur, Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður, Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður, myndlistarmennirnir Kolbeinn Hugi Höskuldsson og Ragnar Már Nikulásson, auk tveggja nema í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, þeirra Elsu Dagnýjar Ásgeirsdóttur og Auðar Inez Sellgren.



„Það verður mikið um tilraunir og þróanir og það er ferlið sjálft sem áherslan er á,“ segir Guðrún Lilja. „Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu á endanum heldur er þetta bara frábært fagfólk að vinna saman í vinnustofu. Þann 5. júní verður síðan lokahóf þar sem afraksturinn verður tekinn saman.“



Verkefnið er samstarfsverkefni Studiobility ehf., Listahátíðar í Reykjavík og Hönnunarsjóðs Auroru og Spark er opið virka daga frá klukkan 10 til 18 og laugardaga frá 12 til 16.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.