Innlent

Hafnar ásökunum um Stasi-tilburði í Kópavogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bragi Michaelsson, umboðsmaður Sjálfstæðisflokks, segir langa hefð fyrir því að kanna meðmælendalista.
Bragi Michaelsson, umboðsmaður Sjálfstæðisflokks, segir langa hefð fyrir því að kanna meðmælendalista.
Næst besti flokkurinn í Kópavogi gagnrýnir að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson, óski eftir því við kjörstjórn að fá meðmælendalista annarra framboða. Það lýsi miklu vantrausti á störf kjörstjórnar.

„Leyfum við okkur að efast um að tilgangur beiðni Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýsku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur,“ segir í yfirlýsingu.

„Okkur ber skylda til að sjá til þess að meðmælendur og meðmæli með öllum framboðum séu rétt,“ svarar Bragi og útskýrir að listarnir gagnist í kosningaundirbúningnum.

„Gagnvart einstaklingunum sem eru að mæla með er rétt að flokkarnir séu ekki að trufla þá sem eru í öðrum flokkum. Mér finnst engin ástæða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hafa samband við fólk sem hefur mælt með öðrum framboðum,“ segir Bragi Michaelsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×