Skoðun

Borgarbúar allir jafn mikilvægir

Björk Vilhelmsdóttir skrifar
Við skiptum öll máli. Það eru mikilvæg mannréttindi að taka virkan þátt í samfélaginu. Ef ekki væri fyrir margbreytileika mannfólksins yrðum við fljótt leið hvert á öðru. Hvert mannsbarn er einstakt og við eigum að fagna fjölbreytninni og ekki síst þeim sem þurfa á stuðningi samfélagsins að halda.

Réttindi fatlaðs fólks ber að virða og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf skal höfð að leiðarljósi. Samfylkingin telur að það þurfi að bæta þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar frá því sem nú er. Til þess þarf aukið fjármagn og er það kappsmál okkar nú þegar unnið er að endurmati á yfirfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga að samið verði um meira fé til að mæta þörfum fatlaðra íbúa út frá þeirri stefnu sem sett hefur verið af öllum flokkum á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur.

Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á eftirfarandi atriði:

Við viljum koma til móts við fólk með fötlun í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Við ætlum að vinna áfram að þróun og innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Við ætlum að skilgreina rétt til þjónustu óháðan búsetuformi.

Við viljum vinna markvisst að því að eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu.

Við ætlum að eyða biðlistum eftir húsnæði og vinna markvisst að lokun herbergjasambýla.

Við lítum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins og almenningssamgöngur og viljum að ferðaþjónustan sé til reiðu þegar hennar er þörf og óháð bílastyrkjum TR.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×