Menning

Verðlaunahöfundur í Iðu Zimsen

Marcello di Cintio Kanadíski verðlaunahöfundurinn heldur fyrirlestur og svarar spurningum í Iðu Zimsen.
Marcello di Cintio Kanadíski verðlaunahöfundurinn heldur fyrirlestur og svarar spurningum í Iðu Zimsen.
Kanadíski rithöfundurinn Marcello di Cintio mun halda erindi um nýútkomna bók sína, Walls: Travels Along the Barricades, í Iðu Zimsen á sunnudaginn klukkan 18. Bókin er ferðasaga höfundar af sagnfræðilegum og pólitískum toga og fjallar um múra í nútímaþjóðfélögum víða um heim.



Rauður þráður bókarinnar er fólkið sem býr í námunda við þessa múra, fólkið sem vill viðhalda þeim, fólkið sem vill rífa þá niður, fólkið sem finnur gloppur í þeim og listamennirnir sem umbreyta þeim. Höfundurinn ferðaðist víða við vinnslu bókarinnar, meðal annars til Belfast, Marokkós, Sahara og Vesturbakkans. Di Cintio hlaut Shaughnessy Cohen-verðlaunin í fyrra fyrir bókina en verðlaunin eru veitt fyrir pólitísk skrif árlega og er það rithöfundasamband Kanada sem úthlutar.



Viðburðinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og munu umræður fara fram að erindinu loknu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.