Fótbolti

Íslensku strákarnir sjá um mörkin í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson er bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar hjá Viking í fyrstu sjö umferðunum.
Jón Daði Böðvarsson er bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar hjá Viking í fyrstu sjö umferðunum.
Norska liðið Viking er mikið Íslendingalið en fimm íslenskir fótboltamenn eru í aðalhlutverki hjá liðinu og þar af ber einn þeirra, Indriði Sigurðsson, fyrirliðabandið.

Viking er í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir og er eina liðið sem hefur ekki tapað leik. Þegar markatölfræði Viking-liðsins er skoðuð nánar sést fyrst hversu mikið framlag íslensku leikmannanna hefur verið.

Viking hefur skorað tíu mörk í þessum sjö leikjum og níu þeirra hafa verið íslensk. Íslensku leikmennirnir hafa enn fremur gefið sjö af átta stoðsendingum liðsins í fyrstu sjö umferðunum.

Hinn 21 árs gamli Yann-Erik de Lanlay er eini markaskorari Viking sem er ekki með íslenskt vegabréf og Trond Erik Bertelsen er sá eini af leikmönnum liðsins sem hefur gefið stoðsendingu en fæddist ekki á Íslandi.

Þetta þýðir að íslensku leikmenn liðsins eiga 17 af 19 markastigum Viking í fyrstu sjö umferðunum. Liðið hefur ekki enn skorað mark í sumar án þátttöku Íslendings.

Yann-Erik de Lanlay sem skoraði eina markið sem er ekki íslenskt gerði það eftir stoðsendingu frá Jóni Daða Böðvarssyni og Trond Erik Bertelsen sem hefur gefið einu stoðsendinguna sem ekki er íslensk lagði þá upp mark fyrir Steinþór Frey Þorsteinsson.


Tengdar fréttir

Jón Daði: "Ég ætla ekki að vera einhver Solskjær"

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur aðeins fengið að spila í 62 mínútur í fyrstu þremur leikjum norska úrvalsdeildarliðsins Viking á tímabilinu en hefur engu að síður skorað öll þrjú mörk liðsins.

Steinþór skoraði annan leikinn í röð fyrir Viking

Annan leikinn í röð voru allir fimm Íslendingarnir í herbúðum Vikings í byrjunarliði liðsins. Og þeir komu að báðum mörkum Vikings í sigri á Start í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fimm Íslendingar í byrjunarliði Viking

Sverrir Ingi Ingason, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Björn Daníel Sverrisson, Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliði Viking sem bar sigurorð af FK Haugesund í fjórðu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag, en þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem það gerist.

Jón Daði hetja Viking

Varamaðurinn Jón Daði Böðvarsson tryggði Íslendingaliðinu Viking sætan 0-1 útisigur á Lilleström í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×