Menning

Lorca og skóarakonan og Bergmál

Lorca og skóarakonan er leikgerð Eddu Björgvinsdóttur á verki eftir Federico Garcia Lorca. Það var frumsýnt á Sólheimum á sumardaginn fyrsta.
Lorca og skóarakonan er leikgerð Eddu Björgvinsdóttur á verki eftir Federico Garcia Lorca. Það var frumsýnt á Sólheimum á sumardaginn fyrsta. Mynd/Leikfélag Sólheima
Leikfélag Sólheima sýnir leikverkið Lorca og skóarakonuna í Þjóðleikhúsinu annað kvöld klukkan 19.30. Leikgerðin er unnin í samstarfi við AFANIAS-leikhópinn frá Madrid. Í verkinu túlka leikendur stemningu frá Spáni og byggja á verki eftir Federico García Lorca í leikgerð og leikstjórn Eddu Björgvinsdóttur. Leikhópurinn AFANIAS túlkar stemningu frá Íslandi og byggir á verkum Halldórs Laxness og Auðar Jónsdóttur. Verkið nefnist Bergmál og er dansverk.



Leikfélag Sólheima og AFANIAS frá Madríd hafa unnið að sýningunni saman síðan í september. Bæði leikfélögin eru skipuð leikurum sem eru ýmist fatlaðir eða ófatlaðaðir og er Sólheimaleikhúsið elsta starfandi leikfélag í heiminum sem er þannig samsett. Það hefur frumsýnt leikverk á sumardeginum fyrsta í 84 ár.



Sólheimabúar munu síðan endurgjalda heimsókn Spánverjanna í lok júní. Þá verða verkin sýnd í Mira-leikhúsinu í Madríd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.