Menning

Góði elskhuginn á arabísku

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Steinunn Sigurðardóttir. Bók hennar Góði elskhuginn er væntanlega á arabísku.
Steinunn Sigurðardóttir. Bók hennar Góði elskhuginn er væntanlega á arabísku.
Réttindastofa Bjarts var að handsala samning um að Góði elskhuginn eftir Steinunni Sigurðardóttir komi út á arabísku,“ segir Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri, sem stödd er á bókamessunni í Abu Dhabi.



„Góði elskhuginn kom út í Hollandi fyrr í ár, hjá frábæru forlagi sem heitir De Geus og þetta hollenska forlag ætlar inn á enska markaðinn, og ætlar að gefa Góða elskhugann út á ensku í byrjun næsta árs,“ heldur Guðrún áfram. „Því er enska þýðingin til og við sýrlenski útgefandinn handsöluðum þetta, en hann er, eðli málsins samkvæmt, að fara að flytja höfuðstöðvar útgáfunnar frá Sýrlandi.“



Góði elskhuginn kom út á íslensku árið 2009 og vakti mikla hrifningu gagnrýnenda og lesenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.