Leikur sex tónverk um strætisvagna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2014 12:00 Áshildur Haraldsdóttir býður fólki í tónleikaferðalag um Vesturbæinn í strætó. Vísir/Vilhelm Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemendur Atla Ingólfssonar við Listaháskólann,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hringferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra tilviljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjörutíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst langeðlilegast að spila þetta í strætisvagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleikaferðalag sem fólk getur annaðhvort setið allan tímann eða hoppað inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshildur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Halldórsson, fyrrverandi skrifstofustjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesarholti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemendur Atla Ingólfssonar við Listaháskólann,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hringferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra tilviljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjörutíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst langeðlilegast að spila þetta í strætisvagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleikaferðalag sem fólk getur annaðhvort setið allan tímann eða hoppað inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshildur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Halldórsson, fyrrverandi skrifstofustjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesarholti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira