Samhent par fagnar sumri í Kaldalóni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 11:30 Þau Kristján Karl og Hafdís hafa spilað saman frá árinu 2006 og víða komið fram. Mynd/úr einkasafni „Við fluttum heim frá námi síðasta haust og höfum haft nóg að gera við að spila og kenna - ekki svo að skilja að við viljum ekki fleiri gigg,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari glaðlega. Þessi „við“ eru hún og unnusti hennar, Kristján Karl Bragason píanóleikari, en þau ætla að spila saman í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og byrja klukkan 20. „Við byrjum á Serenöðu eftir Beethoven sem heyrist ekki oft. Hún var upphaflega skrifuð fyrir flautu, fiðlu og víólu en þetta er umritun sem gerð var í þökk tónskáldsins. Svo erum við með skemmtilega flautufantasíu og ég er líka með einleiksverk. Þá kemur lítið en fallegt stykki eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir fiðlu og píanó og svo endum við á Franck-sónötu,“ lýsir Hafdís og getur þess að bæði tónverkin eftir Beethoven og Franck séu mikil píanóverk. Hafdís og Kristján Karl hafa leikið saman sem dúó frá árinu 2006 og komið fram á tónleikum víðs vegar um landið. Frá árinu 2010 hafa þau staðið fyrir tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, heimabæ Kristjáns, í samvinnu við Grím Helgason klarínettuleikara. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við fluttum heim frá námi síðasta haust og höfum haft nóg að gera við að spila og kenna - ekki svo að skilja að við viljum ekki fleiri gigg,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari glaðlega. Þessi „við“ eru hún og unnusti hennar, Kristján Karl Bragason píanóleikari, en þau ætla að spila saman í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og byrja klukkan 20. „Við byrjum á Serenöðu eftir Beethoven sem heyrist ekki oft. Hún var upphaflega skrifuð fyrir flautu, fiðlu og víólu en þetta er umritun sem gerð var í þökk tónskáldsins. Svo erum við með skemmtilega flautufantasíu og ég er líka með einleiksverk. Þá kemur lítið en fallegt stykki eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir fiðlu og píanó og svo endum við á Franck-sónötu,“ lýsir Hafdís og getur þess að bæði tónverkin eftir Beethoven og Franck séu mikil píanóverk. Hafdís og Kristján Karl hafa leikið saman sem dúó frá árinu 2006 og komið fram á tónleikum víðs vegar um landið. Frá árinu 2010 hafa þau staðið fyrir tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, heimabæ Kristjáns, í samvinnu við Grím Helgason klarínettuleikara.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira