Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2014 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í þoku. Afstaða væntanlegs borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til uppbyggingar í Vatnsmýri ræðst nokkuð af tillögum nefndar um framtíð flugvallarins sem skila á í lok þessa árs. Fréttablaðið/Vilhelm Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira