Tólf hljómsveitir leika í hafnfirskum stofum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. apríl 2014 14:30 Kristinn fullyrðir að endurkoma Kátra pilta sé stórviðburður í tónlistarlífinu. Vísir/Valli Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira