Birgir Leifur heldur með Evrópumönnum á Masters Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 06:30 Vinnur Henrik Stenson óvæntan sigur á Masters? Fréttablaðið/Getty „Þetta er örugglega vinsælasta mótið af þeim fjórum stóru í áhorfi. Það er alltaf spilað á sama vellinum og mikil hefð hefur myndast í kringum mótið,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, fremsti kylfingur þjóðarinnar, um Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíuríku í dag. Birgir Leifur er einn af þeim sem lýsa mótinu í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sýnt verður beint frá öllum fjórum dögunum. Hann er eðlilega spenntur fyrir mótinu enda oft mikil dramatík í boði á Augusta. „Fólk sér alltaf sömu holurnar og sömu pinnana og tengir við þetta mót. Svo eru staðir eins og Amen-hornið sem er mjög frægt og alltaf eitthvað sem gerist þar. Menn bíða alltaf spenntir eftir síðustu níu holunum á lokahringnum því það er oft mikil dramatík í gangi. Þetta snýst um að halda sér í formi allan tímann,“ segir Birgir Leifur. Norður-Írinn Rory McIlroy er talinn sigurstranglegastur fyrir mótið þar sem Tiger Woods er ekki á meðal keppenda í fyrsta skiptið í 20 ár. „Þessi völlur hentar Rory vel ef hann nær pútternum í gang. Hann er samt ekki búinn að vera að pútta vel að undanförnu. Jason Day líður líka vel á þessum velli og er búinn að lenda nokkrum sinnum í öðru sæti. Hann vill slá frá hægri til vinstri og því er völlurinn góður fyrir Day,“ segir Birgir Leifur, sem býður sjálfur upp á óvænta en skemmtilega spá fyrir mótið. „Ég vil sjá Evrópumenn gera það gott: Justin Rose, Lee Westwood eða Luke Donald, Ef pútterinn verður heitur hjá Henrik Stensson spái ég honum sigri. Hann verður fyrsti Svíinn til að vinna risamót. Stenson verður minn maður um helgina,“ segir Birgir Leifur léttur að lokum. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta er örugglega vinsælasta mótið af þeim fjórum stóru í áhorfi. Það er alltaf spilað á sama vellinum og mikil hefð hefur myndast í kringum mótið,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, fremsti kylfingur þjóðarinnar, um Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíuríku í dag. Birgir Leifur er einn af þeim sem lýsa mótinu í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sýnt verður beint frá öllum fjórum dögunum. Hann er eðlilega spenntur fyrir mótinu enda oft mikil dramatík í boði á Augusta. „Fólk sér alltaf sömu holurnar og sömu pinnana og tengir við þetta mót. Svo eru staðir eins og Amen-hornið sem er mjög frægt og alltaf eitthvað sem gerist þar. Menn bíða alltaf spenntir eftir síðustu níu holunum á lokahringnum því það er oft mikil dramatík í gangi. Þetta snýst um að halda sér í formi allan tímann,“ segir Birgir Leifur. Norður-Írinn Rory McIlroy er talinn sigurstranglegastur fyrir mótið þar sem Tiger Woods er ekki á meðal keppenda í fyrsta skiptið í 20 ár. „Þessi völlur hentar Rory vel ef hann nær pútternum í gang. Hann er samt ekki búinn að vera að pútta vel að undanförnu. Jason Day líður líka vel á þessum velli og er búinn að lenda nokkrum sinnum í öðru sæti. Hann vill slá frá hægri til vinstri og því er völlurinn góður fyrir Day,“ segir Birgir Leifur, sem býður sjálfur upp á óvænta en skemmtilega spá fyrir mótið. „Ég vil sjá Evrópumenn gera það gott: Justin Rose, Lee Westwood eða Luke Donald, Ef pútterinn verður heitur hjá Henrik Stensson spái ég honum sigri. Hann verður fyrsti Svíinn til að vinna risamót. Stenson verður minn maður um helgina,“ segir Birgir Leifur léttur að lokum.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira