Innlent

Hross léku knattspyrnu í Víðidal

Snærós Sindradóttir skrifar
Hestar og knapar sýndu leikni sína með boltann.
Hestar og knapar sýndu leikni sína með boltann. Fréttablaðið/Daníel
Börn léku aðalhlutverkið í Víðidal á sunnudag þegar sýningin Æskan og hesturinn var haldin. Tvær sýningar fóru fram um daginn en börnin höfðu æft af kappi fyrir sýningarnar og áttu veg og vanda af undirbúningi þeirra.

Sýningin er samstarfssýning nokkurra hestamannafélaga og er orðin árviss viðburður.

Knapar slógu tvær flugur í einu höggi og spiluðu knattspyrnu á hestbaki í einu atriði sýningarinnar. Boltinn sem varð fyrir valinu var í stærra lagi en ekki fylgir sögunni hver úrslit urðu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×