Menning

John O'Conor við píanóið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Píanósnillingurinn leikur verk eftir Beethoven og Shubert í Salnum.
Píanósnillingurinn leikur verk eftir Beethoven og Shubert í Salnum. Mynd/úr einkasafni
„Það er sérstakt fagnaðarefni að fá þennan snilling hingað til lands,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari kampakátur um kollega sinn John O‘Conor sem verður heiðursgestur Við slaghörpuna í Salnum í dag klukkan 16.

„John O"Conor hefur ferðast um allar álfur og komið fram í öllum þeim konserthúsum sem máli skipta austan hafs og vestan og leikið einleik með öllum stærstu hljómsveitum heims,“ fræðir Jónas mig um og heldur áfram:

„Þrátt fyrir allt sitt spil er John O‘Conor starfsamur prófessor í Írlandi, Bandaríkjunum og Japan og heldur meistaranámskeið fyrir framúrskarandi nemendur gjarnan í tengslum við tónleikahald sitt.“

Jónas Ingimundarson verður sjötugur á árinu og John O‘Conor leikur hér í tilefni þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.