Brennivín og hjálpartæki Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun