Ver fornan fræðimann 18. mars 2014 10:30 „Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ segir Gunnar um Sigurð Vigfússon. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst Sigurður birtast í skrifum sínum og verkum eins og hver annar menntamaður og tel hann hafa verið marktækan fornleifafræðing,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur um Sigurð Vigfússon, sem var forstöðumaður Forngripasafnsins frá því um 1880 til 1892. Gunnar heldur hádegiserindi um hann í Þjóðminjasafninu í dag. Sigurður var af fátæku fólki kominn, var ólæs 14 ára gamall, samkvæmt vitnisburði sóknarprests, og naut ekki skólagöngu í uppvextinum. Síðar nam hann gullsmíði, meðal annars í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í Reykjavík þangað til hann tók við safninu. „Sigurður hefur orðið fyrir gagnrýni og skopi fræðimanna fyrir trúgirni á Íslendingasögur. Hann hafi sífellt verið að leita staðfestingar á atburðum sem segir frá í sögunum. En hann gerði miklu meira. Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ lýsir Gunnar og segir skýrslur hans merkilegan vitnisburð um hversu fólk var vel að sér um fornleifar á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að presturinn teldi Sigurð ólæsan 14 ára segir Gunnar hann hafa orðið furðu fróðan og meðal annars vitna í dönsk rit. „Svo hefur hann orðið ágætlega skrifandi og efni eftir hann var oft stór hluti af árbók Fornleifafélagsins,“ segir sagnfræðingurinn. Sigurður Vigfússon var sá þriðji til að annast Forngripasafnið sem nú heitir Þjóðminjasafn. Fyrstur var Sigurður Guðmundsson málari og annar í röðinni var Jón Árnason þjóðsagnasafnari. „Sigurður Vigfússon var aðstoðarmaður Jóns og tók svo við,“ segir Gunnar. „Hann kemur inn í þetta þegar Sigurður Guðmundsson málari er að hanna íslenska kvenþjóðbúninginn. Þá hefur verið leitað til Sigurðar Vigfússonar með smíði silfurverksins. Þannig komust þeir Sigurðarnir í samband.“ Fyrirlestur Gunnars í Þjóðminjasafninu í dag er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mér finnst Sigurður birtast í skrifum sínum og verkum eins og hver annar menntamaður og tel hann hafa verið marktækan fornleifafræðing,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur um Sigurð Vigfússon, sem var forstöðumaður Forngripasafnsins frá því um 1880 til 1892. Gunnar heldur hádegiserindi um hann í Þjóðminjasafninu í dag. Sigurður var af fátæku fólki kominn, var ólæs 14 ára gamall, samkvæmt vitnisburði sóknarprests, og naut ekki skólagöngu í uppvextinum. Síðar nam hann gullsmíði, meðal annars í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í Reykjavík þangað til hann tók við safninu. „Sigurður hefur orðið fyrir gagnrýni og skopi fræðimanna fyrir trúgirni á Íslendingasögur. Hann hafi sífellt verið að leita staðfestingar á atburðum sem segir frá í sögunum. En hann gerði miklu meira. Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ lýsir Gunnar og segir skýrslur hans merkilegan vitnisburð um hversu fólk var vel að sér um fornleifar á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að presturinn teldi Sigurð ólæsan 14 ára segir Gunnar hann hafa orðið furðu fróðan og meðal annars vitna í dönsk rit. „Svo hefur hann orðið ágætlega skrifandi og efni eftir hann var oft stór hluti af árbók Fornleifafélagsins,“ segir sagnfræðingurinn. Sigurður Vigfússon var sá þriðji til að annast Forngripasafnið sem nú heitir Þjóðminjasafn. Fyrstur var Sigurður Guðmundsson málari og annar í röðinni var Jón Árnason þjóðsagnasafnari. „Sigurður Vigfússon var aðstoðarmaður Jóns og tók svo við,“ segir Gunnar. „Hann kemur inn í þetta þegar Sigurður Guðmundsson málari er að hanna íslenska kvenþjóðbúninginn. Þá hefur verið leitað til Sigurðar Vigfússonar með smíði silfurverksins. Þannig komust þeir Sigurðarnir í samband.“ Fyrirlestur Gunnars í Þjóðminjasafninu í dag er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp