Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2014 07:00 AWACS, eftirlitsflugvél Nató, tekur á loft í Geilenkirchen í Þýskalandi. Mynd/AP Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Úkraína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Úkraína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira