Fjórum sinnum fimm konur í dansleiðangri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 12:00 Eydís Rós Vilmundardóttir dansar í verki Steinunnar Ketilsdóttur við óbóverkið Round eftir Þuríði Jónsdóttur. Eydís Franzdóttir leikur á óbóið. Mynd: Hulda Sif Ég vil eiginlega kalla þetta dansleiðangur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld, forsvarskona Kvennasólós, sem verður í Norræna húsinu á morgun. „Þetta er allt lifandi flutningur sem er dálítið óvanalegt í dansi. Annað sem er óvanalegt er að það eru konur í öllum störfum í sýningunni, nema hvað ljósamaðurinn er karlmaður. Ég leitaði og leitaði en fann enga konu sem er ljósamaður á lausu.“ Spurð hvernig þessi hugmynd hafi komið til segir Elín að þær Eydís Franzdóttir hafi fyrir fimm árum staðið fyrir tónleikunum Konur og kammermúsík sem hafi tekist mjög vel og þær hafi langað að þróa hugmyndina áfram. „Ég hafði samband við Láru Stefánsdóttur, sem ég hafði líka unnið með áður, og hún benti mér á að hafa samband við dansbraut Listaháskólans. Þau tóku mér vel og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, yfirmaður dansbrautarinnar, hefur síðan unnið þetta með mér enda eru allir dansararnir af dansbraut Listaháskólans.“ Kvennasóló er sem sagt danssýning þar sem tuttugu konur úr tónlistar- og dansgeiranum leiða saman hesta sína. Um er að ræða fimm danshöfunda, fimm dansara, fimm tónskáld og fimm hljóðfæraleikara og fer sýningin fram undir merki 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í sal hússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo á upphafsstaðnum. Sýningin er haldin í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir klukkan 15.15 á morgun og fara fram í Norræna húsinu. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég vil eiginlega kalla þetta dansleiðangur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld, forsvarskona Kvennasólós, sem verður í Norræna húsinu á morgun. „Þetta er allt lifandi flutningur sem er dálítið óvanalegt í dansi. Annað sem er óvanalegt er að það eru konur í öllum störfum í sýningunni, nema hvað ljósamaðurinn er karlmaður. Ég leitaði og leitaði en fann enga konu sem er ljósamaður á lausu.“ Spurð hvernig þessi hugmynd hafi komið til segir Elín að þær Eydís Franzdóttir hafi fyrir fimm árum staðið fyrir tónleikunum Konur og kammermúsík sem hafi tekist mjög vel og þær hafi langað að þróa hugmyndina áfram. „Ég hafði samband við Láru Stefánsdóttur, sem ég hafði líka unnið með áður, og hún benti mér á að hafa samband við dansbraut Listaháskólans. Þau tóku mér vel og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, yfirmaður dansbrautarinnar, hefur síðan unnið þetta með mér enda eru allir dansararnir af dansbraut Listaháskólans.“ Kvennasóló er sem sagt danssýning þar sem tuttugu konur úr tónlistar- og dansgeiranum leiða saman hesta sína. Um er að ræða fimm danshöfunda, fimm dansara, fimm tónskáld og fimm hljóðfæraleikara og fer sýningin fram undir merki 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í sal hússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo á upphafsstaðnum. Sýningin er haldin í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir klukkan 15.15 á morgun og fara fram í Norræna húsinu.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp