Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2014 07:00 Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tekur í höndina á François Hollande, forseta Frakklands, í gær. Nordicphotos/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti. Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti.
Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira