Erlent

Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Pistorius er sakaður um að hafa skotið Steenkamp í kjölfar rifrildis þeirra.
Pistorius er sakaður um að hafa skotið Steenkamp í kjölfar rifrildis þeirra. Visir/AP
Réttarhöld hefjast yfir suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius í dag. Pistorius er sakaður um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp, en hún var skotin til bana á heimili hans aðfaranótt Valentínusardagsins í fyrra.

Pistorius viðurkennir að hafa banað Steenkamp, en segist hafa haldið að hún væri boðflenna á heimili hans. Hann heldur því fram að hann hafi hleypt af skammbyssu sinni í gegnum salernishurð sína án þess að vita hver væri hinum megin við hurðina.

Sérfræðingar segja að hlauparinn gæti vegna þessa hlotið dóm fyrir manndráp þó svo fari að hann verði ekki sakfelldur fyrir morð. Suður-afrísk lög túlki það ekki sem slys að skotið sé í gegnum lokaða hurð.

Pistorius hlaut heimsfrægð fyrir afrek sín í íþróttum en hann tók þátt í Ólympíuleikunum árið 2012 þrátt fyrir að báðir fætur hans væru fjarlægðir þegar hann var barn. Málið hefur vakið mikla athygli og meðal annars hefur ný sjónvarpsstöð farið í loftið í Suður-Afríku sem ætlað er að sýna beint frá og fjalla um réttarhöldin.


Tengdar fréttir

Byssan sem banaði Steenkamp

Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra.

Pistorius keppir ekki á HM fatlaðra

Oscar Pistorius verður ekki á meðal þátttakenda á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fara fram í Frakklandi um helgina.

"Pistorius hefur það ekki í sér að gera svona hlut“

"Við erum viss um að þetta hafi verið óviljaverk,“ segir Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, amma Hafliða Hafþórssonar sem hefur verið náinn vinur hlauparans Oscar Pistorius, í viðtali við suður-afríska blaðið Mail & Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×