Niðurgreitt skyr til Evrópu? Þórólfur Matthíasson skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun