Sex tíma óvissuferð á Suðurnes Ugla Egilsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 13:30 Sýningin verður sex tímar. Fréttablaðið/Stefán „Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira