Skylda að geyma og varðveita vídeólist 13. febrúar 2014 10:30 Kristín Scheving MYND/ Steinrún Ótta Stefánsdóttir Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira