Menning

Lísa og Lísa frumsýnt hjá L.A. á Valentínusardag

Lísu og Lísu er leikstýrt af Jóni Gunnari Þórðarsyni.
Lísu og Lísu er leikstýrt af Jóni Gunnari Þórðarsyni. Mynd: Heiða.is
Leikfélag Akureyrar frumsýnir á föstudaginn, Valentínusardaginn, verkið Lísa og Lísa eða I Alice I eftir Amy Conroy í þýðingu Karls Ágúst Úlfssonar og leikstjórn Jóns Gunnars.



Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og segja sögu sína á leiksviði. Nýtt írskt verðlaunaverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.