Léttúðugur Brahms Jónas Sen skrifar 25. janúar 2014 10:00 "Víkingur er fær og öruggur og það var fátt um feilnótur í spilamennskunni. Kraftur var líka í flutningnum,“ segir meðal annars í dómnum. Fréttablaðið/GVA Tónlist *** Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Brahms, Schubert og Enescu. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 23. janúar. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Cristian Mandeal. Fyrsti píanókonsertinn eftir Brahms hljómaði á margan hátt vel í meðförum Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Víkingur er fær og öruggur, og það var fátt um feilnótur í spilamennskunni. Kraftur var líka í flutningnum, leikurinn var mjög líflegur. En Brahms er meira en réttar nótur og fjörlegar nótnarunur. Einkennandi fyrir langan upphafskaflann í konsertinum er tign og glæsileiki. Tónlistin er þrungin vímu og ljóðrænu sem er svo hrífandi ef henni er almennilega miðlað til áheyrenda. Þennan neista hafði Arthur Rubinstein og Emil Gilels, svo ég nefni einhver nöfn. Í leik þeirra er festa og agi, en samt rómantík, sem gerir að verkum að tónlistin flæðir áreynslulaust. Fegurðin er himnesk. Gallinn við túlkun Víkings var að hún var dálítið tilgerðarleg. Hún var býsna frjálsleg í hraða, sumt var óþarflega hægt, annað var svo hratt að Víkingur var kominn á undan hljómsveitinni á tímabili. Þetta gaf tónlistinni léttúðugt yfirbragð sem fór henni ekki vel. Hinir kaflarnir voru betri, nr. 2 var fallega mótaður og innilegur, sá þriðji skemmtilega ofsafenginn. Tæknilega séð var hann gríðarlega flottur. Hann var þó í hraðasta lagi. Brahms skrifaði sjálfur að hann ætti að vera „allegro non troppo.“ Það þýðir „hratt, en ekki um of.“ Hér fékk maður á tilfinninguna að Víkingur væri fyrst og fremst að sýna áheyrendum hvað hann gæti spilað hratt. Fyrir bragðið fór tónlistin sjálf, þ.e. inntak hennar og innblástur, að sumu leyti fyrir bí. Annað á efnisskránni var áhrifameira. Sjötta sinfónía Schuberts var sérlega vel leikin undir nákvæmri, en afslappaðri hljómsveitarstjórn hins rúmenska Cristian Mandeal. Strengjaleikararnir voru afar samtaka og blásararnir með allt sitt á hreinu. Yfirbragðið var hresst og ákveðið, tónlistin flæddi áfram, hvergi var dauður punktur. Magnaðast af öllu á dagskránni var þó lokaverkið, rúmensk rapsódía nr. 1 eftir Enescu. Þetta er eins konar syrpa af rúmenskum þjóðlögum, og er hljómsveitarvefurinn þéttofinn, sem þýðir að það er auðvelt að gera mistök. En ég gat ekki heyrt neinar feilnótur. Mandeal hélt ólíkum röddum ótrúlega vel saman, hljómsveitin spilaði af aðdáunarverðri einbeitingu og snerpu. Enda var henni ákaft fagnað eftir flutninginn. Jónas Sen Niðurstaða: Tæknilega góð, en samt á margan hátt ósannfærandi túlkun Víkings Heiðars Ólafssonar á fyrsta píanókonsert Brahms. Schubert og Enescu voru miklu betri. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist *** Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Brahms, Schubert og Enescu. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 23. janúar. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Cristian Mandeal. Fyrsti píanókonsertinn eftir Brahms hljómaði á margan hátt vel í meðförum Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Víkingur er fær og öruggur, og það var fátt um feilnótur í spilamennskunni. Kraftur var líka í flutningnum, leikurinn var mjög líflegur. En Brahms er meira en réttar nótur og fjörlegar nótnarunur. Einkennandi fyrir langan upphafskaflann í konsertinum er tign og glæsileiki. Tónlistin er þrungin vímu og ljóðrænu sem er svo hrífandi ef henni er almennilega miðlað til áheyrenda. Þennan neista hafði Arthur Rubinstein og Emil Gilels, svo ég nefni einhver nöfn. Í leik þeirra er festa og agi, en samt rómantík, sem gerir að verkum að tónlistin flæðir áreynslulaust. Fegurðin er himnesk. Gallinn við túlkun Víkings var að hún var dálítið tilgerðarleg. Hún var býsna frjálsleg í hraða, sumt var óþarflega hægt, annað var svo hratt að Víkingur var kominn á undan hljómsveitinni á tímabili. Þetta gaf tónlistinni léttúðugt yfirbragð sem fór henni ekki vel. Hinir kaflarnir voru betri, nr. 2 var fallega mótaður og innilegur, sá þriðji skemmtilega ofsafenginn. Tæknilega séð var hann gríðarlega flottur. Hann var þó í hraðasta lagi. Brahms skrifaði sjálfur að hann ætti að vera „allegro non troppo.“ Það þýðir „hratt, en ekki um of.“ Hér fékk maður á tilfinninguna að Víkingur væri fyrst og fremst að sýna áheyrendum hvað hann gæti spilað hratt. Fyrir bragðið fór tónlistin sjálf, þ.e. inntak hennar og innblástur, að sumu leyti fyrir bí. Annað á efnisskránni var áhrifameira. Sjötta sinfónía Schuberts var sérlega vel leikin undir nákvæmri, en afslappaðri hljómsveitarstjórn hins rúmenska Cristian Mandeal. Strengjaleikararnir voru afar samtaka og blásararnir með allt sitt á hreinu. Yfirbragðið var hresst og ákveðið, tónlistin flæddi áfram, hvergi var dauður punktur. Magnaðast af öllu á dagskránni var þó lokaverkið, rúmensk rapsódía nr. 1 eftir Enescu. Þetta er eins konar syrpa af rúmenskum þjóðlögum, og er hljómsveitarvefurinn þéttofinn, sem þýðir að það er auðvelt að gera mistök. En ég gat ekki heyrt neinar feilnótur. Mandeal hélt ólíkum röddum ótrúlega vel saman, hljómsveitin spilaði af aðdáunarverðri einbeitingu og snerpu. Enda var henni ákaft fagnað eftir flutninginn. Jónas Sen Niðurstaða: Tæknilega góð, en samt á margan hátt ósannfærandi túlkun Víkings Heiðars Ólafssonar á fyrsta píanókonsert Brahms. Schubert og Enescu voru miklu betri.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira