Uppskrift: Kókosbolludraumur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 11:00 Kakan er afar einföld. Mynd/Dröfn Vilhjálmsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur, heldur úti uppskriftarblogginu eldhussogur.com. Þar kennir ýmissa grasa og býður Dröfn meðal annars upp á uppskrift að ómótstæðilegri köku sem hún kallar kókosbolludraum. „Um daginn gerði ég þessa eftirréttabombu sem er svo ákaflega fljótlegt og auðvelt að útbúa og er ómótstæðilega góð!“ segir Dröfn og deilir uppskriftinni með lesendum Vísis. Kókosbolludraumur Uppskrift fyrir 61 box kókosbollur (4 kókosbollur)1 poki lakkrískurl hjúpað súkkulaði (150 g)1 marengsbotn½ lítri rjómi1 box jarðarber1 box bláber eða önnur ber ef maður vill (til dæmis hindber, rifsber, blæjuber eða vínber)100 g suðusúkkulaði (má sleppa) Kókosbollurnar eru skornar í þrennt og raðað í botninn á eldföstu móti. Því næst er rjóminn þeyttur. Marengsbotninn er mulinn og blandað út í rjómann auk lakkrískurlsins. Þá er rjómanum dreift yfir kókosbollurnar. Að lokum eru berin sett yfir rjómann. Gott er að bræða suðusúkkulaði og dreifa yfir berin skömmu áður en rétturinn er borinn fram. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur, heldur úti uppskriftarblogginu eldhussogur.com. Þar kennir ýmissa grasa og býður Dröfn meðal annars upp á uppskrift að ómótstæðilegri köku sem hún kallar kókosbolludraum. „Um daginn gerði ég þessa eftirréttabombu sem er svo ákaflega fljótlegt og auðvelt að útbúa og er ómótstæðilega góð!“ segir Dröfn og deilir uppskriftinni með lesendum Vísis. Kókosbolludraumur Uppskrift fyrir 61 box kókosbollur (4 kókosbollur)1 poki lakkrískurl hjúpað súkkulaði (150 g)1 marengsbotn½ lítri rjómi1 box jarðarber1 box bláber eða önnur ber ef maður vill (til dæmis hindber, rifsber, blæjuber eða vínber)100 g suðusúkkulaði (má sleppa) Kókosbollurnar eru skornar í þrennt og raðað í botninn á eldföstu móti. Því næst er rjóminn þeyttur. Marengsbotninn er mulinn og blandað út í rjómann auk lakkrískurlsins. Þá er rjómanum dreift yfir kókosbollurnar. Að lokum eru berin sett yfir rjómann. Gott er að bræða suðusúkkulaði og dreifa yfir berin skömmu áður en rétturinn er borinn fram.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira