Menning

Blint stefnumót fyrir ungskáld

Ugla Egilsdóttir skrifar
Valgerður Þóroddsdóttir.
Valgerður Þóroddsdóttir. fréttablaðið/Vilhelm
Útgáfufélagið Meðgönguljóð býður ungskáldum að skrifa saman í þögn í klukkutíma.

Viðburðurinn er að erlendri fyrirmynd, og heitir Haltu kjafti og skrifaðu

„Af fenginni reynslu veit ég að það getur verið hvetjandi að vinna að ritverki í félagi við aðra sem eru við sömu iðju,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir hjá Meðgönguljóðum.

„Skáld eiga það til að vera einfarar, og fá ekki oft tækifæri til þess að deila því sem þau eru að gera með öðru fólki á sínum aldri.

Ætli þetta sé ekki eins konar blint stefnumót fyrir ungskáld,“ segir Valgerður.

„Við kennum fólki að halda á pennum ef fólk kann það ekki og fleira gagnlegt.“

Haltu kjafti og skrifaðu fer fram á Loft Hosteli 22. janúar klukkan 20.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.