Ást, ást, ást… Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. janúar 2014 11:00 Bara börn eftir Patti Smith Bækur: Bara börn Patti Smith Þýðing: Gísli Magnússon Salka Ástarsaga þeirra Patti Smith og Roberts Mapplethorpe er engin venjuleg ástarsaga eins og glöggt kemur fram í sjálfsævisögu Patti, Bara börn, sem komin er út í íslenskri þýðingu Gísla Magnússonar. Patti rekur sögu þeirra frá því þau hittust í New York seint á sjöunda áratug síðustu aldar og þar til Robert deyr úr alnæmi árið 1989. Þrátt fyrir að hann uppgötvi að hann sé samkynhneigður og hún eigi í mislöngum og misalvarlegum samböndum við aðra karlmenn slitna aldrei tengslin á milli þeirra og sú ást sem þau bera hvort til annars lýtur engum venjulegum skilgreiningum. Þau eru elskendur, systkin í andanum, vinir og sálufélagar, því fær ekkert breytt. Þótt ástarsagan sé í öndvegi varpar bókin einnig skemmtilegu og töluvert óvægnu ljósi á líf listamanna í New York á þessum miklu umbrotatímum. Þau skötuhjú gerast meira að segja svo fræg að búa um hríð á Hóteli Chelsea þar sem nánast allir sem gerðu sig gildandi á listasviði þessara ára virðast hafa haft lengri eða skemmri viðdvöl. Hér ægir saman lýsingum á dragdrottningum, vændiskonum, alþjóðlegum stjörnum og óþekktu fólki með stóra drauma. New York er suðupottur sem sogar fólk til sín, oft með hörmulegum afleiðingum fyrir viðkomandi, eiturlyf eru hluti af daglegu lífsmynstri og allir, nákvæmlega allir, ætla sér að verða ódauðlegir fyrir einar eða aðrar sakir. Eins og alltaf eru margir kallaðir og fáir útvaldir en þau Patti og Robert ná þó bæði þeim frama og viðurkenningu sem þau þrá, hún sem ljóðskáld, rokksöngkona og myndlistarmaður og hann sem ljósmyndari. Fórnir þeirra á altari listarinnar skila árangri en það gerir Patti þó ekki ónæma fyrir hörmulegum örlögum margra félaga þeirra í baráttunni sem hún lýsir af fágætri næmni. Bara börn er merkileg heimild fyrir margra hluta sakir. Heimild um bóhemlífið og þann toll sem það tekur, um vonir, vonbrigði, sigra og ósigra ungs fólks með drauma en þó fyrst og fremst um einstaka ást sem lætur ekki sveigja sig undir hefðbundnar skilgreiningar. Sterkastur af öllu er þó stíll Patti. Ljóðrænan liggur undir en verður aldrei yfirþyrmandi og textinn flýtur eins og tekíla; sterkur, höfugur og áhrifamikill. Þýðing Gísla Magnússonar er ofurtrú frumtextanum og frábærlega vel unnin um leið og hún er á kjarngóðri og eðlilegri íslensku sem Patti yrði örugglega stolt af ef hún skildi hana. Þetta er bók sem enginn sem nýtur þess að lesa góða og áhrifamikla sögu á góðu máli ætti að missa af og þið sem lesið bara eina bók á ári gætuð gert margt vitlausara en að velja Bara börn.Niðurstaða: Ein fallegasta og áhrifamesta ástarsaga síðustu aldar sett fram á ógleymanlegan hátt. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Bara börn Patti Smith Þýðing: Gísli Magnússon Salka Ástarsaga þeirra Patti Smith og Roberts Mapplethorpe er engin venjuleg ástarsaga eins og glöggt kemur fram í sjálfsævisögu Patti, Bara börn, sem komin er út í íslenskri þýðingu Gísla Magnússonar. Patti rekur sögu þeirra frá því þau hittust í New York seint á sjöunda áratug síðustu aldar og þar til Robert deyr úr alnæmi árið 1989. Þrátt fyrir að hann uppgötvi að hann sé samkynhneigður og hún eigi í mislöngum og misalvarlegum samböndum við aðra karlmenn slitna aldrei tengslin á milli þeirra og sú ást sem þau bera hvort til annars lýtur engum venjulegum skilgreiningum. Þau eru elskendur, systkin í andanum, vinir og sálufélagar, því fær ekkert breytt. Þótt ástarsagan sé í öndvegi varpar bókin einnig skemmtilegu og töluvert óvægnu ljósi á líf listamanna í New York á þessum miklu umbrotatímum. Þau skötuhjú gerast meira að segja svo fræg að búa um hríð á Hóteli Chelsea þar sem nánast allir sem gerðu sig gildandi á listasviði þessara ára virðast hafa haft lengri eða skemmri viðdvöl. Hér ægir saman lýsingum á dragdrottningum, vændiskonum, alþjóðlegum stjörnum og óþekktu fólki með stóra drauma. New York er suðupottur sem sogar fólk til sín, oft með hörmulegum afleiðingum fyrir viðkomandi, eiturlyf eru hluti af daglegu lífsmynstri og allir, nákvæmlega allir, ætla sér að verða ódauðlegir fyrir einar eða aðrar sakir. Eins og alltaf eru margir kallaðir og fáir útvaldir en þau Patti og Robert ná þó bæði þeim frama og viðurkenningu sem þau þrá, hún sem ljóðskáld, rokksöngkona og myndlistarmaður og hann sem ljósmyndari. Fórnir þeirra á altari listarinnar skila árangri en það gerir Patti þó ekki ónæma fyrir hörmulegum örlögum margra félaga þeirra í baráttunni sem hún lýsir af fágætri næmni. Bara börn er merkileg heimild fyrir margra hluta sakir. Heimild um bóhemlífið og þann toll sem það tekur, um vonir, vonbrigði, sigra og ósigra ungs fólks með drauma en þó fyrst og fremst um einstaka ást sem lætur ekki sveigja sig undir hefðbundnar skilgreiningar. Sterkastur af öllu er þó stíll Patti. Ljóðrænan liggur undir en verður aldrei yfirþyrmandi og textinn flýtur eins og tekíla; sterkur, höfugur og áhrifamikill. Þýðing Gísla Magnússonar er ofurtrú frumtextanum og frábærlega vel unnin um leið og hún er á kjarngóðri og eðlilegri íslensku sem Patti yrði örugglega stolt af ef hún skildi hana. Þetta er bók sem enginn sem nýtur þess að lesa góða og áhrifamikla sögu á góðu máli ætti að missa af og þið sem lesið bara eina bók á ári gætuð gert margt vitlausara en að velja Bara börn.Niðurstaða: Ein fallegasta og áhrifamesta ástarsaga síðustu aldar sett fram á ógleymanlegan hátt.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira