Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2014 20:15 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum. Fréttir af flugi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum.
Fréttir af flugi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira