Verður Fred Couples næsti fyrirliði Bandaríkjamanna í Rydernum? 20. desember 2014 23:00 Couples er mjög vinsæll kylfingur. AP Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira