Innlent

Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þau tíu sem eiga möguleika á að vera kjörin "Maður ársins“.
Þau tíu sem eiga möguleika á að vera kjörin "Maður ársins“. Vísir
Hlustendur Reykjavík Síðdegis og lesendur Vísis geta nú tekið þátt í kjörinu um Mann ársins 2014. Fleiri hundruð tilnefningar bárust undanfarna viku og er greinilegt að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem senn er á enda.

Eftirfarandi eru tilnefnd:

Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson.

Atkvæðagreiðsla hófst í dag og mun standa yfir hátíðarnar. Hún er með einfaldasta formi þar sem fólk einfaldlega lækar þá sem því finnst eiga titilinn skilið. Greiða má fleiri en einum atkvæði.

Maður ársins verður svo kjörinn í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag.

Kosningin fer fram hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×