Innlent

Tvö þúsund atkvæði komin í valinu á Manni ársins 2014

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar velja Mann ársins 2014 í atkvæðagreiðslu.
Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar velja Mann ársins 2014 í atkvæðagreiðslu.
Um tvö þúsund atkvæði hafa borist í vali lesenda Vísis og hlutstenda Bylgjunnar á Manni ársins 2014. Tíu einstaklingar, aðilar og félagasamtök eru tilnefnd í valinu en um fimm hundruð tilnefningar bárust. Maður ársins verður kynntur í áramótaþættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag.

Eftirfarandi eru tilnefnd: Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson.

Einfalt er að taka þátt í valinu með því að „læka“ við þann sem þú vilt útnefna Mann ársins 2014. Í einhverjum tilfellum þarf að staðfesta atkvæðið eftir að búið er að „læka“. Atkvæðagreiðslan fer fram hér.

Í dag var líka sett af stað atkvæðagreiðsla um Íþróttamann ársins. Valið fer fram með samskonar hætti og gefst lesendum kostur á að taka þátt hér. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir hátíðirnar. 

Greiða má fleiri en einum atkvæði í báðum kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×