Innlent

Enn er hægt að greiða atkvæði um Mann ársins 2014

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þau eru tilnefnd.
Þau eru tilnefnd.
Vali á Manni ársins 2014 fer senn að ljúka. Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar sendu inn um 500 tilnefningar fyrr í mánuðinum og var unninn tíu aðila listi upp úr þeim sem nú er kosið úr. Þúsundir atkvæða hafa þegar borist.

Hægt er að greiða atkvæða fram á þriðjudag en Maður ársins 2014 verður svo útnefndur í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag.

Eftirfarandi eru tilnefnd:

Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson.

Atkvæðagreiðslan er með einfaldasta formi þar sem fólk einfaldlega lækar þá sem því finnst eiga titilinn skilið. Greiða má fleiri en einum atkvæði. Athugaðu að í sumum tilfellum þarf að staðfesta atkvæðið.

Kosningin fer fram hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×