Innlent

Hannaði tölvuleik með aðalpersónum lekamálsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Getur þú stöðvað lekann?
Getur þú stöðvað lekann? mynd/skjáskot
Nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands hefur útbúið lítinn tölvuleik þar sem lykilpersónur lekamálsins koma fyrir. Maðurinn heitir Bjarki Þór Sigvarðsson.

Leikurinn byggir að stærstu leiti á leiknum Bubble Struggle nema í stað fígúrunnar sem bregður fyrir í þeim leik geta notendur spilað sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum innanríkisráðherra, og Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður hennar, en Gísli játaði að hafa lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos.

Upphafslag leiksins er hið þekkta upphafsstef þáttanna Sönn íslensk sakamál og einnig má heyra fleygar setningar sem tvíeykið Hanna Birna og Gísli Freyr sögðu á meðan málinu stóð.

Kjarninn greindi fyrst frá. Leikinn má spila með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×