Erlent

Lögregla ræðir við ellefu manns vegna hvarfs Madeleine McCann

Atli Ísleifsson skrifar
Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að hin þriggja ára Madeleine litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz árið 2007.
Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að hin þriggja ára Madeleine litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz árið 2007. Vísir/AFP
Portúgalskir og breskir lögreglumenn sem vinna að máli Madeleine McCann yfirheyrðu í gær Bretann Robert Murat, mannsins sem fyrst lá undir grun vegna hvarfs stúlkunnar árið 2007.



Í frétt Guardian
kemur fram að Murat hafi mætt á lögreglustöð í Faro í Algarve í gærmorgun. Segist hann hafa hreina samvisku og glaður vilja aðstoða lögreglu að vinnslu málsins.

Murat er ekki með stöðu grunaðs manns heldur er rætt við hann sem vitni í málinu eftir að breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard tók upp málið að nýju. Lögregla mun einnig ræða við tíu manns til viðbótar, þeirra á meðal  eiginkonu Murat, lögmann hans og einkaspæjara.

Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að hin þriggja ára Madeleine litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz árið 2007 og fékk þá réttarstöðu grunaðs manns. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu úr umræðunni í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×