Innlent

Íslenska ríkið sýknað af kröfu Omos

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útlendingastofnun þarf ekki að taka mál Tony Omos til skoðunar, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Útlendingastofnun og íslenska ríkið var sýknað af kröfu þessa efnis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Karl Kristjánssyni, lögmanni Omos, þýðir þessi dómur, að óbreyttu, að Omos mun ekki fá dvalarleyfi hér á landi.

Stefán Karl segir að skoðað verði í góðu tómi hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Dómurinn hefur ekki verið birtur opinberlega, en dómsorð var lesið upp klukkan 11.50.

Mál Tony Omos er löngu orðið þekkt, en upplýsingar um hann birtust í fjölmiðlum þann 20. nóvember 2013. Birting þeirra upplýsinga í fjölmiðlum er rót lekamálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×