Sport

Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns

Hawkins í bolnum umdeilda.
Hawkins í bolnum umdeilda. vísir/getty
Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær.

Þá mætti Andrew Hawkins, leikmaður Cleveland Browns í NFL-deildinni, í bol þar sem á stóð: „Réttlæti fyrir Tamir Rice  John Crawford."

Rice er 12 ára drengur sem var skotinn af lögreglunni í Cleveland í síðasta mánuði. Þá hélt lögreglan að loftbyssa sem hann væri með væri alvöru byssa. Crawford var skotinn af lögreglunni í ágúst er hann var með loftriffil í Wal-Mart.

Hawkins hljóp út á völlinn fyrir leik í þessum bol og lögreglan í borginni brást illa við.

„Það er aumkunarvert að fylgjast með því er íþróttamenn þykjast vita eitthvað um lögin. Þeir ættu að halda sig við það sem þeir gera best. Lögreglan í Cleveland sér um öryggisgæslu á heimavelli Browns og félagið skuldar okkur afsökunarbeiðni," segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Íþróttamenn um öll Bandaríkin hafa síðustu viku verið í bolum þar sem á stendur: „I can't breathe" en þar er verið að mótmæla því að lögreglumaður í New York hafi ekki verið kærður fyrir sinn þátt í dauða Eric Garner.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×