Tiger Woods átti hræðilega endurkomu á golfvöllinn 4. desember 2014 22:05 Tiger var hálf bugaður á Isleworth. AP Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira