Körfubolti

Kristen einni stoðsendingu frá fjórfaldri tvennu í stórsigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristen Denise McCarthy.
Kristen Denise McCarthy. Vísir/Valli
Íslandsmeistarar Snæfells eru komnar áfram í átta liða úrslit í Powerade-bikars kvenna eftir 91 stigs sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 130-39, í Stykkishólmi í kvöld.

Fjórir leikmenn Snæfellsliðsins fóru yfir tuttugu stiga múrinn í leiknum, sex skoruðu fimmtán stig eða meira og hin bandaríska Kristen Denise McCarthy var aðeins einni stoðsendingu frá fjórfaldri tvennu en hún endaði leikinn með 26 stig, 25 fráköst, 10 stolna bolta og 9 stoðsendingar.

Systurnar Berglind Gunnarsdóttir (22 stig og 7 sóknarfráköst á 23 mínútum) og Gunnhildur Gunnarsdóttir (21 stig og 10 stoðsendingar) voru atkvæðamiklar en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir vantaði líka bara tvær stoðsendingar í þrennuna því hún var með 21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

María Björnsdóttir (18 stig) og Rebekka Rán Karlsdóttir (15 stig) voru einnig í hópi þeirra sem skoruðu fimmtán stig eða meira fyrir Snæfellsliðið í kvöld.

Mone Laretta Peoples skoraði 23 stig fyrir Fjölni eða 59 prósent af stigum liðsins. Snæfell vann fráköstin 70-33, stal 28 boltum og átti 42 stoðsendingar. Snæfell vann fyrsta leikhlutann 33-9 og var 43 stigum yfir í hálfleik, 65-22.



Snæfell-Fjölnir 130-39 (33-9, 32-13, 27-3, 38-14)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/25 fráköst/9 stoðsendingar/10 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 22/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 21/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 21/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Björnsdóttir 18/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Anna Soffía Lárusdóttir 2/4 fráköst.

Fjölnir: Mone Laretta Peoples 23/4 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 8, Telma María Jónsdóttir 3/5 fráköst, Sigrún Elísa Gylfadóttir 2/6 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 2/4 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×