Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Linda Blöndal skrifar 7. desember 2014 18:30 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira