Jordan Spieth sigraði örugglega á Hero World Challenge 7. desember 2014 23:53 Jordan Spieth var vel að sigrinum kominn. AP Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira